- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagur Sverrir færist á milli félaga í Svíþjóð

Dagur Sverrir Kristjánsson hefur samið við Vinslövs HK. Ljósmynd/Vinslövs HK
- Auglýsing -


Handknattleiksmaðurinn Dagur Sverrir Kristjánsson hefur samið við sænska liðið Vinslövs HK sem er með bækistöðvar skammt frá Malmö. Undanfarin tvö ár hefur Dagur Sverrir leikið með úrvalsdeildarliðinu HF Karlskrona og var þar um tíma í talsverðum hópi Íslendinga.


Vinslövs HK hafnaði í þriðja sæti Allsvenskan, næst efstu deildar, í vetur. Liðið mætti Arnari Birki Hálfdánssyni og félögum í Amo HK í umspili um sæti í úrvalsdeildinni á dögunum en beið lægri hlut í þremur viðureignum.

Talsverð uppstokkun á sér stað á leikmannahópi Vinslövs HK fyrir komandi tímabili. A.m.k. fjórir leikmenn kvöddu liðið á dögunum og aðrir eru tínast inn í þeirra stað. Auk þess kom nýr íþróttastjóri til starfa hjá félaginu á dögunum.

Dagur Sverrir er örvhent skytta og ÍR-ingur að upplagi og lék með liðinu í Olísdeildinni áður hann gekk til liðs við HF Karlskrona.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -