- Auglýsing -
Einstaklega mikið verður um að vera í handknattleik hér á landi á fáeinum klukkustundum á föstudagskvöld. Fjórir leikir hefjast á rúmlega tveimur tímum í úrslitakeppni Olísdeilda karla og kvenna og í umspili sömu deildar í kvennaflokki. Ekki bara það heldur geta úrslit leikjanna orðið til þess að fjögur einvígi verði leidd til lykta.
- Klukkan 17.45 leiða Afturelding og Stjarnan saman kappa sína í fjórða úrslitaleik umspils Olísdeildar kvenna að Varmá. Stjarnan hefur þegar unnið tvo leiki, Afturelding einn. Vinni Stjarnan leikinn að Varmá tryggir hún sér áframhaldi veru í Olísdeild kvenna.
- Klukkan 18 hefst þriðji undanúrslitaleikur Vals og ÍR í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í N1-deildinni á Hlíðarenda. Valur vann tvo fyrstu leikina og mun með sigri tryggja sér sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.
- Klukkan 19.30 mætast Fram og Haukar í þriðja sinn í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í N1-deildinni í Lambhagahöllinni, heimavelli Fram. Eftir sigur í tveimur fyrstu leikjunum þá binda Haukar enda á rimmu liðanna takist liðinu að fara með sigur út býtum.
- Klukkan 20.15 mætast Valur og Afturelding í úrslitaleik í fimmta og síðasta sinn í undanúrslitum Olísdeildar karla í N1-höllinni á Hlíðarenda. Staðan er jöfn, hvort lið hefur tvo vinninga. Sigurlið leiksins mætir Fram í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.
Rólegir dagar á undan og á eftir
Enginn leikur er áformaður í úrslitakeppni eða umspili Olísdeild í kvöld, annað kvöld, á laugardaginn eða á sunnudaginn.
Til stóð að FH og Fram mættust í fimmta sinn á morgun í undanúrslitum Olísdeildar karla og Selfoss og Grótta í umspili Olísdeildar karla. Þeir leikir fara ekki fram vegna þess að rimmur liðanna voru til lyktar leiddar á sunnudaginn var.
- Auglýsing -