- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Reykjavíkurslagur framundan í úrslitum

Björgvin Páll Gústavsson markvörður Vals. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Framundan er Reykjavíkurslagur í úrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik eftir að Valur lagði Aftureldingu, 33:29, í oddaleik liðanna í N1-höllinni í kvöld. Fyrsti úrslitaleikur Vals og Fram er ráðgerður 15. maí á heimavelli Vals sem verður með heimaleikjaréttinn. Fram og Valur mættust síðast í úrslitaleikjum um Íslandsmeistaratitilinn vorið 1998. Valur vann, 3:1 í vinningum talið.

Valur var með tveggja marka forskot í hálfleik í kvöld, 18:16, í troðfullri keppnishöllinni á Hlíðarenda og frábærri stemningu.


Valsliðið var sterkara í leiknum í kvöld. Varnarleikur liðsins var afar góður og Björgvin Páll Gústavsson markvörður fór á kostum þegar mestu máli skipti. Þegar upp er staðið var e.t.v. munurinn á liðunum hvað mestur í markvörslunni. Hinn reyndi markvörður sýndi sínar bestu hliðar þegar mestu máli skipti.

Afturelding átti möguleika á að jafna metin í stöðunni 22:21, eftir að hafa skorað tvö mörk í röð eftir liðlega 10 mínútur í síðari hálfleik. Nær komust Mosfellingar ekki. Valur hélt yfirhöndinni.

Ihor Kopyshynskyi, leikmaður Aftureldingar, fékk beint rautt spjald 11 mínútum fyrir leikslok fyrir brot á Bjarna í Selvindi. Þá var staðan, 28:25. Upp úr þessu bættu leikmenn Vals við þremur mörkum áður en Afturelding svaraði fyrir sig. Þá var staðan orðin erfið sex mínútum fyrir leikslok.


Mörk Vals: Viktor Sigurðsson 5, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 5/2, Bjarni í Selvindi 5, Þorgils Jón Svölu Baldursson 3, Andri Finnsson 3, Agnar Smári Jónsson 3, Magnús Óli Magnússon 3, Ísak Gústafsson 2, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 1, Daníel Örn Guðmundsson 1, Allan Norðberg 1, Björgvin Páll Gústavsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 23/1, 44,2%.

Mörk Aftureldingar: Birgir Steinn Jónsson 8, Blær Hinriksson 6/1, Árni Bragi Eyjólfsson 4/1, Ihor Kopyshynskyi 4, Kristján Ottó Hjálmsson 3, Harri Halldórsson 1, Hallur Arason 1, Þorvaldur Tryggvason 1, Haukur Guðmundsson 1.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 6/1, 30% – Einar Baldvin Baldvinsson 6, 24%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Olís karla: Leikjadagskrá, úrslitakeppni 2025

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -