- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigurlaunin fara öðru sinni til Þýskalands

Leikmenn Thüringer HC fagna sigri í Evrópudeildinni í handknattleik kvenna í Graz síðadegis. Ljósmynd/EHF/kolektiff
- Auglýsing -


Þýska liðið Thüringer HC stóð uppi sem sigurvegari í Evrópudeild kvenna í handknattleik í kvöld eftir tveggja marka sigur á Ikast Håndbold frá Danmörku í æsispennandi úrslitaleik, 34:32. Leikið var í Graz í Austurríki en borgin hefur verið vettvangur úrslitahelgar Evrópudeildar kvenna undanfarin ár.


Um er að ræða fyrsta sigur Thüringer í keppninni og aðeins í annað sinn sem þýskt félagslið hrósar sigri þegar upp er staðið eftir tímabilið. HB Ludwigsburg vann keppnina fyrir þremur árum. Ikast stóð uppi sem sigurvegari fyrir tveimur árum og Storhamar frá Noregi á síðasta ári.

Eins og fram kom fyrr í dag á handbolti.is þá vann Dijon þýska liðið Blomberg-Lippe í viðureigninni um þriðja sætið, 32:27.

Johanna Reichert stóð sig frábærlega í leikjunum í Graz um helgina og var valin mikilvægasti leikmaðurinn í lok keppninnar. Ljósmynd/EHF/kolektiff

Johanna Reichert var valin mikilvægasti leikmaður úrslitahelgarinnar. Hún fór hamförum í leikjum Thüringer og skoraði 29 mörk, þar af 13 í úrslitaleiknum í dag. Reichert skoraði alls 110 mörk í keppninni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -