Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir hefur endurnýjað samning sinn við Gróttu til næstu tveggja ára. Hrafnhildur Hekla er 21 árs gömul og hefur leikið með meistaraflokki síðan 2018. Hún á að baki yfir 130 leiki með meistaraflokki.
„Hrafnhildur spilar sem leikstjórnandi og er kröftugur sóknarmaður í hinu unga og efnilega liði meistaraflokks kvenna í Gróttu.
Það má til gamans geta að í meistaraflokksliði Gróttu er einnig systir Hrafnhildar, Arndís Áslaug Grímsdóttir. Saman mynda þær eitt af fjórum uppöldum systrapörum sem hafa æft eða spilað með meistaraflokki Gróttu í handbolta á síðasta tímabili.
Hrafnhildur er spennt fyrir komandi tímabili með Gróttu og hlakkar til að vera með í að koma Gróttu aftur upp í deild þeirra bestu,“ segir í tilkynningu handknattleiksdeildar Gróttu.