- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Svartfellingar taka gleði sína á ný – þriðjungi farseðla á EM óráðstafað

Leikmenn svartfellska landsliðsins fagan keppnisrétti á EM 2026 eftir sigur á Finnum í Vantaa í dag. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Svartfellingar fylgja Ungverjum eftir í lokakeppni EM úr öðrum riðli undankeppninnar Evrópumóts karla eftir öruggan sigur á Finnum í Vantaa í dag, 33:28. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var ekki með finnska landsliðinu í leiknum eins og í fyrri viðureignum liðsins í keppninni.

Vonir Finna um að fljóta áfram sem eitt af liðunum með besta árangur í 3. sæti dvínuðu með tapinu. Finnar sækja Ungverja heim á sunnudag. Ungverska landsliðið hefur ekki tapað leik í undankeppninni.

Sátu eftir í fyrra

Svartfellingar taka hinsvegar gleði sína og verða með í lokakeppni EM eftir vonbrigðin á síðasta ári þegar þeir töpuðu fyrir Ítölum í umspili HM og sátu eftir með sárt ennið. Frakkinn Didier Dinart tók við þjálfun landsliðs Svartfjallalands síðasta sumar og tókst að komast yfir fyrstu hindrunina.

16 þjóðir eru öruggar um sæti í lokakeppni EM karla 2026:
- Danmörk, Noregur, Svíþjóð sem gestgjafar.
- Frakklandi, Evrópumeistari 2024.
- Slóvenía, Ungverjaland, Svartfjallaland, Ísland, Georgía, Spánn, Króatía, Tékkland, Færeyjar, Holland, Þýskaland, Portúgal.
- Átta farseðlum er enn óráðstafað. Þeir bíða lokaumferðarinnar á sunnudaginn.
-Dregið verður í riðla lokakeppninnar í Herning á Jótlandi fimmtudaginn 15. maí.

Spenna í fyrsta riðli

Norður Makedóníumenn unnu Eistlendinga, 36:17, í Tallin og eiga þar með góðan möguleika á að ná öðru sæti í riðli eitt. Þeir eru tveimur stigum á eftir Litáaum en taka á móti þeim í Skopje á sunnudaginn. Norður Makedónía þarf á þriggja marka sigri til að ná öðru sæti eftir tap í fyrri viðureigninni í nóvember, 29:27. Líklegt er þó að liðið í þriðja sæti í riðlinum komist áfram sem gæti orðið huggun fyrir Litáa tapi þeir. Jafntefli gæti fleytt Norður Makedóníu áfram.

Slóvenar eru öruggir með efsta sætið í riðli eitt.

Serbar og Ítalir keppa

Serbar og Ítalir eru einnig í góðri stöðu í 4. riðli. Serbar unnu Letta, 27:26, í Jelgava í Lettlandi. Ítalir töpuðu heima fyrir Spánverjum, 33:29. Spánn er öruggur áfram og sennilega Ítalía og Serbía einnig hvernig sem viðureign þjóðanna fer í Serbíu á sunnudaginn. Hvor þjóð hefur sex stig fyrir síðustu umferðina og sex stig eiga að nægja til þess að fara áfram sem eitt liðanna í þriðja sæti.

Rúmenar hleyptu spennu í riðilinn

Rúmenar settu 8. riðil í uppnám með sigri á Portúgal á heimavelli í dag, 28:24. Portúgal var öruggt áfram fyrir leikinn en nú er Rúmenar komnir upp í annað sætið. Þeir sækja Pólverja heim á sunnudaginn. Pólverjar reka lestina í riðlinum eftir tap fyrir Ísraelsmönnum, 33:31, í dag. Við það glæddust vonir Ísraelsmanna á EM sæti. Óvæntur sigur Rúmena á Portúgölum í kvöld dró aðeins úr vonum Ísraels.

Staðan er reyndar sú fyrir lokaleikina að Rúmenía, Ísrael og Pólland eiga öll möguleika á að komast áfram með „réttum“ úrslitum því sennilegt er að liðið í þriðja sæti fljóti áfram í lokakeppnina.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -