U17 ára landslið kvenna lauk keppni í riðlakeppni B-deildar Evrópumótsins í gær með jafntefli við Pólverja, 23:23. Hafnaði íslenska liðið þar með í öðru sæti með sjö stig eftir fjóra leiki í keppninni, eins og Pólland sem hirti efsta sætið á örlítið betri markatölu.
Í dag verður frídagur á mótinu sem fram fer í Klaipéda í Litáen. Á morgun verður tekið til óspilltra málanna á ný á handboltavellinum og leikið til undanúrslita. Íslenska liðið mætir Spáni sem vann allar fjórar viðureignir sínar í A-riðli. Pólland leikur við Norður Makedóníu. Á sunnudag verður leikið um verðlaun.
Handbolti.is krækti í nokkrar myndir af heimsíðu mótsins frá viðureign Íslands og Póllands í gær og birtast þær hér fyrir neðan.
- Auglýsing -