- Auglýsing -
- Sænski handknattleiksmaðurinn Felix Claar meiddist í landsleik Dana og Svía í lokaumferð EHF-bikarsins á síðasta sunnudag. Talið var að meiðslin væru ekki mjög alvarleg en nú hefur annað komið í ljós. Bennet Wiegert þjálfari SC Magdeburg sagði frá því gær að Claar hafi því miður ekki getað tekið þátt í æfingu liðsins í gærmorgun af einhverju ráði og óvíst hvenær hann verði með.
- Ekki kom fram í fregnum í gær hvað það er sem hrjáir Claar. Hann sleit hásin síðasta sumar í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna og var með frá keppni fram í febrúar.
- Margir leikmenn Magdeburg hafa verið frá keppni um lengri og skemmri tíma á leiktíðinni. Framundan er lokasprettur þýsku 1. deildarinnar og Magdeburg hefur leikið færri leikin en önnur í deildinni auk þess sem liðið tekur þátt í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar eftir um mánuð.
- Norski landsliðsmaðurinn Vetle Eck Aga og aðal varnarmaður norska liðsins Kolstad í Þrándheimi hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Samningurinn gildir til ársins 2029. Hann var með samning við félagið fram til ársins 2027 en líkar svo vel lífið í Þrándheimi að hann bætti hiklaust við tveimur árum. Aga er 31 árs gamall.
- Danski handknattleiksmaðurinn Martin Larsen hefur ákveðið að leggja keppnisskóna á hilluna í sumar. Larsen hefur leikið allan sinn feril með Aalborg Håndbold að undanskildum árunum frá 2018 til 2021. Larsen á að baki 360 leiki með Aalborg Håndbold. Hann tekur við stjórnendastarfi innan félagsins í sumar.
- Ystads IF vann nauman sigur á Hammarby, 32:31, í fyrsta úrslitaleik liðanna um sænska meistaratitilinn í handknattleik karla sem fram fór í Ystad í gærkvöld. Hammarby var þremur mörkum yfir í hálfleik, 17:14. Næsti leikur fer fram á föstudaginn á heimavelli Hammarby.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -