Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson þjálfarar 19 ára landsliðs kvenna hafa valið hóp 16 leikmananna til þátttöku á Evrópumótinu sem fram fer í Podgorica í Svartfjallalandi 7. til 20. júlí. Einnig eru á lista fjórir varamenn sem geta hlaupið í skarðið ef þörf verður á.
U19 ára landslið kvenna skipa:
Markverðir:
Elísabet Millý Elíasardóttir, Valur.
Ingunn María Brynjarsdóttir, ÍR.
Aðrar:
Ágústa Rún Jónasdóttir, Valur.
Alexandra Ósk Viktorsdóttir, ÍBV.
Arna Karitas Eiríksdóttir, Valur.
Ásrún Inga Arnarsdóttir, Valur.
Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir, Valur.
Bergrós Ásta Guðmundsdóttir, KA/Þór.
Dagmar Guðrún Pálsdóttir, ÍR.
Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir, Fjölnir.
Guðmunda Auður Guðjónsdóttir, Stjarnan.
Guðrún Hekla Traustadóttir, Valur.
Gyða Kristín Ásgeirsdóttir, FH.
Hulda Hrönn Bragadóttir, Selfoss.
Sara Lind Fróðadóttir, Valur.
Þóra Hrafnkelsdóttir, Haukar.
Til vara:
Ágústa Tanja Jóhannsdóttir, Selfoss.
Ásdís Halla Hjarðar, ÍBV.
Birna María Unnarsdóttir, ÍBV.
Lydía Gunnþórsdóttir, KA/Þór.
Alls taka 24 landslið þátt í EM 19 ára landsliða. Íslenska landsliðið dróst í B-riðil með Danmörku, Svartfjallalandi og Litáen.
A-riðill: Ungverjaland, Tékkland, Norður Makedónía, Pólland.
B-riðill: Danmörk, Svartfjallaland, Ísland, Litáen.
C-riðill: Serbía, Svíþjóð, Sviss, Finnland.
D-riðill: Þýskaland, Rúmenía, Spánn, Færeyjar.
E-riðill: Frakkland, Noregur, Portúgal, Slóvenía.
F-riðill: Króatía, Holland, Austurríki, Tyrkland.
Tvö efstu lið hvers riðils komast áfram í milliriðla auk tveggja landsliða sem standa best að vígi af þeim sem hafna í þriðja sæti.