- Auglýsing -
Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla 2025, milli Vals og Fram, hefst í kvöld. Fyrsti úrslitaleikurinn fer fram í N1-höll Vals á Hlíðarenda og hefst klukkan 19.30.
Teknir hafa verið saman nokkrir fróðleiksmolar fyrir viðureign Reyjavíkurliðanna sem ekki hafa att kappi sín í milli um Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki í 27 ár.
Sjá einnig: „Ég vænti þess að þetta verði hörku einvígi“
- Fram hefur 10 sinnum orðið Íslandsmeistari í handknattleik karla, síðast árið 2013 og þá einnig undir stjórn Einars Jónssonar.
- Valur hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn 24 sinnum, síðast fyrir þremur árum undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar núverandi landsliðsþjálfara.
- Hvorki Fram né Valur hafa leikið til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn síðan þau stóðu uppi sem sigurvegarar síðast.
- Fram varð bikarmeistari í byrjun mars. Lið félagsins hafði þá beðið í aldarfjórðung eftir sigri í bikarkeppni karla.
- Róbert Aron Hostert leikmaður Vals varð Íslandsmeistari með Fram árið 2013.
- Haraldur Þorvarðarson aðstoðarþjálfari karlaliðs Fram var leikmaður Íslandsmeistaraliðs Fram fyrir 12 árum.
- Bræður mætast í úrslitarimmunni. Viktor Sigurðsson er leikmaður Val. Bróðir hans, Theodór, leikur með Fram.
- Eins og rifað hefur verið upp þá eru 28 ár síðan Valur og Fram léku síðast til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Valur vann, 3:1, í vinningum talið.
- Júlíus Þór Gunnarsson Íslands- og bikarmeistari með Val 1998 á son í Fram-liðinu sem leikur nú til úrslita, Kjartan Þór.
- Fram átti heimaleikjaréttinn í úrslitaeinvíginu 1998. Nú er heimaleikjarétturinn hjá Val, þ.e. fyrsti, þriðji og fimmti leikur verður á Hlíðarenda, ef til fimm leikja kemur.
- Valur vann fyrsta, annan og fjórða leikinn í rimmunni 1998 en Fram hafði betur á heimavelli, Safamýri, í þriðja leik.
- Óskar Bjarni Óskarsson var þjálfari Vals ásamt Boris Bjarna Akbashev fyrir 27 árum. Óskar Bjarni er þjálfari Vals í dag en tekur sér hlé frá þjálfun meistaraflokks í lok leiktíðar.
- Guðmundur Þórður Guðmundsson, nú þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Fredericia HK, var þjálfari Fram 1998. Honum til halds og trausts var Heimir Ríkarðsson sem nú er þjálfari hjá Val og hefur lengi verið Óskari Bjarna innan handar.
- Heimir á afmæli í dag þegar þessi tvö félög sem hann hefur lengi unnið fyrir mætast í fyrsta sinn til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn 2025.
Miðasala á stubb.is – smellið hér.
„Nú er komið að því að láta slag standa“
Leikjadagskrá úrslitarimmunnar 2025:
15. maí: Valur – Fram, kl. 19.30.
19. maí: Fram – Valur, kl. 19.30.
22. maí: Valur – Fram, kl. 19.30.
25. maí: Fram – Valur, kl. 18.15.
28. maí: Valur – Fram, kl. 19.30.
- Auglýsing -