- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hedin hefur lagt árar í bát – gafst upp á auraleysi

Robert Hediner hættur þjálfun bandaríska karlalandsliðsins í handknattleik. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Sænski handknattleiksþjálfarinn Robert Hedin hefur lagt árar í bát og er hættur þjálfun bandaríska karlalandsliðsins í handknattleik. Hedin mun hafa fengið nóg af peningaleysi handknattleikssambands Bandaríkjanna. Steininn tók úr þegar ekki voru til peningar í æfingabúðir landsins sem stóðu fyrir dyrum. Þar með lagði Hedin árar í bát eftir átta ára starf vestra. Hann átti að vinna að undirbúningi bandaríska landsliðsins fyrir Ólympíuleikana sem fram eiga að fara í Los Angeles eftir þrjú ár.


Ofan á tómahljóð í peningakassanum þá munu skuldir vera nokkrar hjá sambandinu.

Hedin hefur verið seinþreyttur til vandræða við erfiðar aðstæður með bandaríska landsliðið. Í vetur var m.a. hermt að hann hafi sjálfur lagt út fyrir ferðakostnaði leikmanns í æfingabúðir landsliðsins áður en það tók þátt í heimsmeistaramótinu í janúar.

Bandaríska landsliðið lék til úrslita um forsetabikarinn á HM í janúar en beið lægri hlut fyrir pólska landsliðinu. Í mars hafnaði liðið í þriðja sæti á þróunarmóti Alþjóða handknattleikssambandsins sem fram fór í Búlgaríu. Á mótinu lék Sigurður Jefferson Guarino línumaður HK sína fyrstu landsleiki fyrir Bandaríkin.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -