Hákon Daði Styrmisson er komin á fulla ferð á handboltavellinum á nýja leik eftir langa fjarveru vegna krossbandaslits. Hann lék annan leik sinn í röð í kvöld eftir fjarveruna þegar lið hans Eintracht Hagen vann ASV Hamm-Westfalen, 26:21, á heimavelli í 2. deild þýska handknattleiksins.
Hákon Daði skoraði fimm mörk í átta skotum og var næst markahæstur í sigrinum góða á Minden sem tókst ekki að lyfta sér upp í annað sætið. Hákoni Daða var einu sinni vikið af leikvelli.
Eintracht Hagen situr í áttunda sæti deildarinnar með 30 stig og á þremur leikjum eftir ólokið.
Daníel Þór Ingason skoraði tvö mörk í góðum sigri Balingen-Weilstetten á útivelli GWD Minden, 34:28. Tapið kom í veg fyrir að Minden færðist upp í annað sæti deildarinnar. Minden á í harðri samkeppni við Hüttenberg um annað sætið en það veitir flutning upp í 1. deild ásamt efsta liðinu, Bergischer.
Balingen-Weilstetten er í fimmta sæti stigi á eftir GWD Minden og Hüttenberg en hefur leikið einum leik fleira.
Staðan í þýsku 2. deildinni í karlaflokki: