„Tilfinningin er mögnuð. Ég get varla komið þeim í orð,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals eftir að hafa stýrt Val til sigurs í Evrópubikarkeppninni í handknattleik kvenna. Ágústi verður sjaldan orðfátt en sigurinn varð þó til þess.
„Eftir að við vorum komin í úrslit hafði ég trú á að við gætum unnið, ekki síst með hagstæðum úrslitum úti í fyrri leiknum gegn sterku liði. Það eru ekki allir sem átta sig á því. Hvernig við lékum var frábært og varnarleikurinn var stórkostlegur í dag og Hafdís í markinu fyrir aftan.“
Ágúst lauk miklu lofsorði á samstarfsfólk sitt og leikmannahópinn sem hann sagði að myndi örugglega tryggja Íslandi örugg 12 stig í Eurovision söngvakeppninni.
Lengra viðtal við Ágúst Þór er í myndskeiði hér fyrir ofan.
Evrópubikarkeppni kvenna – fréttasíða.