- Auglýsing -
- Hannes Jón Jónsson og leikmenn hans í Alpla Hard unnu Aon Fivers í sannkallaðri maraþon viðureign liðanna í undanúrslitum um austurríska meistaratitilinn í handknattleik karla í gær. Staðan var jöfn, 35:35, eftir 60 mínútna leik. Að loknum tveimur framlengingum var ennþá jafnt, 44:44. Þar með varð að knýja fram úrslit í vítakeppni.
- Alpla Hard vann vítakeppnina, 8:7, og leikinn þar með samanlagt, 52:51. Leikið var á heimavelli Aon Fivers.
Alpla Hard vann einvígið, 2:0 í vinningum talið. Krems og Linz mætast í kvöld öðru sinni í hinni viðureign undanúrslita. - Tumi Steinn Rúnarsson leikmaður Alpla Hard skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar í undanúrslitaleiknum langa í gær. Þar á meðal skoraði Tumi Steinn úr einu vítaksti í vítakeppninni.
- Elmar Erlingsson var frábær þegar Nordhorn-Lingen vann Tusem Essen, 36:33, í Essen á sunnudaginn í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Elmar skoraði sex mörk, átti sjö stoðsendingar og var einu sinni vikið af leikvell. Þetta er annar framúrskarandi leikurinn í röð hjá Elmari sem gekk til liðs við Nordhorn síðasta sumar.
- Nordhorn situr í sjöunda sæti 2. deildar í Þýskalandi með 31 stig þegar 30 leikjum af 34 er lokið.
Staðan:
Standings provided by Sofascore
- Storhamar vann Tertnes, 33:25, í fyrsta leik liðanna í úrslitum úrslitakeppni norsku úrvalsdeildarinnar í kvennaflokki í fyrrakvöld. Axel Stefánsson er einn þjálfara Storhamar. Næst mætast liðin á heimavelli Tertnes á morgun, fimmtudag.
- Auglýsing -