Á föstudaginn fór fram lokahóf handknattleiksdeildar Gróttu þar sem meistaraflokkar félagsins, þjálfarar, sjálfboðaliðar og starfsfólk kom saman og gerðu upp tímabilið. Lokahófið var haldið í vallarhúsinu við Vivaldivöllinn á Seltjarnarnesi.
Veittar voru viðurkenningar til þeirra sem sköruðu fram úr í vetur.
Meistaraflokkur kvenna:
Mikilvægasti leikmaður – Ída Margrét Stefánsdóttir.
Efnilegasti leikmaður – Katrín Arna Andradóttir.
Besti leikmaður – Karlotta Óskarsdóttir.

Ungmennalið karla:
Mikilvægasti leikmaður – Sigurður Finnbogi Sæmundsson.
Besti leikmaður – Gísli Örn Alfreðsson.

Meistaraflokkur karla:
Stríðsmaðurinn – Antoine Óskar Pantano.
Efnilegasti leikmaður – Bessi Teitsson.
Besti leikmaður – Jakob Ingi Stefánsson.

Þeir leikmenn sem náðu leikjaáföngum á tímabilinu voru verðlaunaðir en það voru:
50 leikir:
Antoine Óskar Pantano (63 leikir).
Anna Karólína Ingadóttir (51 leikur).
Ágúst Ingi Óskarsson (51 leikur).
Edda Steingrímsdóttir (64 leikir).
Elvar Otri Hjálmarsson (71 leikur).
Gunnar Hrafn Pálsson (52 leikir).
Jón Ómar Gíslason (52 leikir).
Kári Kvaran (51 leikur).
Þóra María Sigurjónsdóttir (52 leikir).
100 leikir:
Katrín Anna Ásmundsdóttir (122 leikir).
Lilja Hrund Stefánsdóttir (107 leikir).
Heildarfjöldi leikja er innan sviga.
Lokahóf: Jóhannes Berg og Telma best hjá FH
Lokahóf: Lonac og Dagur Árni best hjá KA/Þór og KA
Lokahóf: Haraldur og Sólveig best – Björgvin Páll heiðraður