- Auglýsing -
- Arnór Atlason og liðsmenn hans í TTH Holstebro töpuðu fyrsta leiknum við Aalborg Håndbold, 28:23, í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar í gær. Liðin mætast öðru sinni í Holstebro á miðvikudaginn.
- GOG vann Skjern, 25:19, í hinni viðureign undanúrslita danska handknattleiksins í karlaflokki í gær. Leikið var á heimavelli GOG.
- Grindsted tókst með naumindum að halda sæti sínu í úrvalsdeild karla í Danmörku. Grindsted vann Skive, 27:26, í oddaleik í umspilinu í gær.
- Bjarki Már Elísson skoraði fimm mörk og Aron Pálmarsson fjögur í sex marka sigri One Veszprém á MOL Tatabánya, 36:30, í síðustu umferð ungversku 1. deildarinnar í handknattleik sem fram fór í gær.
- Veszprém varð deildarmeistari með 50 stig af 52 mögulegum.
Pick Szeged varð í öðru sæti, sex stigum á eftir Veszprém. Liðin munu mætast í úrslitaleikjum um meistaratitilinn. - Janus Daði Smárson skoraði fjögur mörk í 11 marka sigri Pick Szeged á Carbonex-Komló í lokaumferðinni í Ungverjalandi, 38:27, á heimavelli.
- Grétar Ari Guðjónsson og liðsfélagar í Ivry eru fallnir úr frönsku 1. deildinni í handknattleik þótt enn séu þrjár umferðir eftir. Ivry tapaði fyrir Tremblay á heimavelli á laugardaginn, 40:33, og á ekki lengur tölfræðilega möguleika á að forðast fall. Grétar Ari varði mark Ivry í 12 mínútur í leiknum en tókst ekki að verja skot.
- Auglýsing -