„Maður hefði ekki getað beðið um betri endi með þessu liði sem ég er ótrúlega stolt yfir að vera hluti af,“ sagði Elín Rósa Magnúsdóttir Íslandsmeistari með Val sem lék sinn síðasta leik fyrir Val í kvöld þegar liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð. Elín Rósa hefur samið við þýska liðið Blomberg-Lippe frá og með sumrinu og til næstu þriggja ára.
Blomberg-Lippe hafnaði í öðru sæti í úrslitakeppni þýsku 1. deildarinnar sem lauk á laugardaginn
Elín Rósa hefur sprungið út á síðustu árum með Val en hún kom til félagsins frá Fylki fyrir sex árum.
„Gústi hefur gert mjög góða hluti með liðið. Það er ekki nóg að vera með sterka leikmenn. Það þarf að ná því besta fram hjá leikmönnum og það hefur hann gert,“ sagði Elín Rósa um þjálfarann og liðsheildina hjá Val á undanförnum árum en auk Íslandsmeistaratitilsins þá varð Valur Evrópubikarmeistari fyrst íslenskra kvennaliða fyrir rúmri viku.
Elín Rósa segir mikla eftirvæntingu ríkja hjá sér fyrir að söðla um og flytja til Þýskalands eftir mánuð. Hún hafi lítið leitt hugann að því fram til þessa enda um nóg að annað hugsa.
„Það er mikil spenna fyrir breytingunum. Ég er viss um að þetta verði mjög skemmtilegt,“ sagði Elín Rósa Magnúsdóttir Íslandsmeistari með Val.
Lengra viðtal við Elínu Rósu er í myndskeiði hér fyrir ofan.
Olísdeild kvenna – fréttasíða.