Sænski landsliðsmarkvörðurinn Andreas Palicka hefur samið við franska meistaraliðið PSG. Hann kemur til félagsins eftir ár þegar samningur hans við Rhein-Neckar Löwen rennur út. Greint var frá því í morgun að Palicka færi frá þýska liðinu eftir ár eftir sex ára dvöl.
Algjör endurnýjun verður á markvörðum hjá PSG á næsta sumri en auk Palicka kemur Daninn Jannick Green til félagsins frá SC Magdeburg eins og greint var frá í sumar. Vincent Gerard núverandi aðalmarkvörður liðsins og franska landsliðsins fékk ekki nýjan samning í vor og ákvað að semja við Saint Raphaël frá og með leiktíðinni 2022.
Palicka kom til Löwen 2016 frá Aalborg í Danmörku en hafði áður m.a. verið í herbúðum THW Kiel. Hann er 35 ára gamall og var valinn besti markvörður heimsmeistaramótsins sem fram fór í Egyptalandi í janúar. Hann átti stóran þátt í að sænska liðið lék til úrslita á mótinu.
Dagens Grattis till Andreas Palicka och @Thierry_Omeyer @psghand 🌟 #FutureDreams #2024 #AUManagementAB pic.twitter.com/n5r1CzH8yF
— Åke Unger (@akeunger) August 16, 2021