- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

U19: „Við vorum sjálfum okkur verstir“

Heimir Ríkarðsson, þjálfari U19 ára landsliðs karla. Mynd/EHF Kolektiffimages
- Auglýsing -

„Ég og við hér erum mjög svekktir yfir að hafa tapað leiknum. En því miður vorum við sjálfum okkur verstir. Við fórum mjög illa með færin, fimm vítaköst fóru forgörðum og fjöldi opinna færa,“ sagði Heimir Ríkarðsson, þjálfari U19 ára landsliðs karla í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir tveggja marka tap íslenska liðsins fyrir Svíum 29:27, í milliriðlakeppni Evrópumótsins í Varazdin í Króatíu síðdegis.

Símon Michael Guðjónsson á auðum sjó. Mynd/EHF Kolektiffimages

Eigum að vinna þetta lið

„Við fórum alltof oft illa að ráði okkar. Fyrir utan klúður í opnum færum þá gerðum við of marga tæknifeila. Þetta varð okkur að falli auk þess sem sænski markvörðurinn varði mjög vel meðan okkar markverðir náðu sér að sama skapi ekki eins vel á strik. Við eigum að vinna þetta sænska lið með eðlilegri nýtingu,“ sagði Heimir og bætti við að þrátt fyrir að eitt og annað hafi gengið á afturlöppunum þegar kom að því að nýta færin sem íslenska liðið skapaði sér þá hafi varnarleikurinn heppnast afar vel.

Guðmundur Bragi Ástþórsson á flugi. Mynd/EHF Kolektiffimages


„Varnarleikurinn tókst eins og lagt var upp með. Svíar voru búnir að skora 100 mörk í þremur leikjum þangað til þeir mættu okkur. Við lögðum upp með ákveðnar áherslur til að stöðva þá og það gekk vel upp. Sjö mínútum fyrir leikslok voru Svíar búnir að skora 22 mörk.“

Staðráðnir í að ná fimmta sæti

Heimir sagði leikmenn íslenska landsliðsins hafa verið afar vonsviknir í leikslok enda hafi tapið gert út um vonir þeirra um sæti í undanúrslitum mótsins. „Við vildum leika um undanúrslitasæti við Spán á morgun. Í stað þess þá breyta úrslit leiksins á morgun í engu þeirri staðreynd að við erum á leið í keppni um fimmta til áttunda sæti á föstudaginn og á sunnudaginn. Þá keppni ætlum við að vinna. Fimmta sæti á EM er frábær árangur,“ sagði Heimir Ríkarðsson þjálfari U19 ára liðsins ákveðinn.

Þorsteinn Leó Gunnarsson kominn einn gegn markverði Svía. Mynd/EHF Kolektiffimages
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -