- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

U19: Tap fyrir Spáni – Portúgalar bíða

Einar Bragi Aðalsteinsson var harður í horn að taka í íslensku vörninni og var fyrir vikið vísað í þrígang af leikvelli. Hér tuskast hann í einum spænsku leikmannanna. Mynd/EHF Kolektiffimages
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, tapaði fyrir Spánverjum í dag með sjö marka mun, 32:25, í milliriðlakeppni Evrópumótsins í Varazdin í Króatíu.

Íslensku piltarnir áttu á brattann að sækja frá upphafi til enda. Þeir voru fjórum mörkum undir í hálfleik, 16:12, og mest tíu mörkum, 31:21, þegar sex mínútur voru til leiksloka.

Spánverjar gáfu ekki þumlung eftir enda að leika um sæti í undanúrslitum en sá möguleiki var úr sögunni hjá íslenska liðinu. Leikmenn sem minna hefur mætt á í mótinu fengu töluverðan leiktíma að þessu sinni og þannig tókst að dreifa álaginu fyrir leikina tvo sem eftir eru.


Næsti leikur íslensku piltanna verður á föstudaginn gegn Portúgal. Flautað verður til leiks klukkan 13.15 og verður hægt að fylgjast með leiknum í útsendingu ehftv.com og eins í textalýsingu á handbolta.is.


Í hinni viðureign krossspilsins um fimmta til áttunda sæti mætast Danir, undir stjórn Arnórs Atlasonar, og Svíar. Sigurliðin í krosspilsleikjunum á föstudag eigast við á sunnudaginn í leik um fimmta sæti mótsins. Tapliðin leika um sjöunda sætið sama dag. Sjö efstu sætin veita þátttökurétt á Ólympíudögum æskunnar á næsta ári.


Slóvenar, Spánverjar, Króatar og Þjóðverja leika í undanúrslitum á föstudaginn. Slóvenar leika gegn Króötum og Þjóðverjar við Spánverja. Úrslitaleikirnir verða á sunnudaginn.


Leikið verður um níunda til sextánda sæti mótsins á laugardaginn þar sem m.a. Ungverjar, Frakkar og Norðmenn verða í eldlínunni. Fjögur neðstu liðin af sextán falla í B-deild Evrópumótsins.

Benedikt Gunnar Óskarsson þótti skara framúr í íslenska liðinu að þessu sinni. Mynd/EHF Kolektiffimages


Mörk Íslands: Benedikt Gunnar Óskarsson 5, Gauti Gunnarsson 5, Guðmundr Bragi Ástþórsson 4, Andri Már Rúnarsson 3, Þorsteinn Leó Gunnarsson 2, Andri Finnsson 2, Arnór Ísak Haddsson 1, Símon Michael Guðjónsson 1, Arnór Viðarsson 1, Jóhannes Berg Andrason 1.

Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 7/1, Adam Thorstensen 4.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í kvöld í texta- og stöðuppfærslu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -