Ísland og Svíþjóð mættust í leik um sjöunda sæti á EM U19 ára landsliða karla í handknattleik í íþróttahöllinni í Varazdin í Króatíu klukkan átta í morgun. Svíar höfðu betur, 26:24, en íslenska liðið var tveimur mörkum yfir, 20:18, þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka. Svíar sneru leiknum sér í hag með fjórum mörkum í röð. Íslensku piltunum tókst ekki að snúa við taflinu.
Fylgst var með leiknum í texta- og stöðuuppfærslu á handbolta.is sem sjá má hér fyrir neðan.
- Auglýsing -