- Auglýsing -

Molakaffi: Æfingar hafnar, Andrea, Díana, Elín, Bonde, Berlin, Dujshebaev

- Auglýsing -
  • Engin miskunn er hjá Steffen Birkner þjálfara þýska handknattleiksliðsins Blomberg-Lippe. Hann var með fyrstu æfingu í gær til undirbúnings fyrir næsta keppnistímabil. Birkner segist í samtali við þýska fjölmiðla vera fastheldinn og vilja hefja æfingar snemma. 
  • Þrjár íslenskar landsliðskonur eru innan raða Blomberg-Lippe; Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir sem gekk til liðs við félagið um nýliðin mánaðamót. Allar voru þær mættar á utanhúss æfingu á Sportpark am Rammbock. Elín Rósa, sem kemur til félagsins frá Val, er ein fimm nýrra leikmanna. 
  • Blomberg-Lippe lék um þýska meistaratitilinn í vor og komst í undanúrslit bæði í þýsku bikarkeppninni og í Evrópudeildinni. Fyrsti stóri keppnisleikur tímabilsins verður í München 23. ágúst þegar HB Ludwigsburg og Blomberg-Lippe mætast í Meistarakeppninni. 
  • Christoffer Bonde sem staðið hefur í marki danska úrvalsdeildarliðsins Skjern hefur verið seldur til franska liðsins HBC Nantes. Bonde hafði áður samið um að koma til franska liðsins sumarið 2026 þegar samningur hans við Nantes rennur út. Félaginu vantar hinsvegar markvörð strax í sumar vegna brottfarar Ivan Pesic og keypti þar með upp síðasta árið af samningi Bonde við Skjern. 
  • Sænski handknattleiksmaðurinn Emil Berlin hefur yfirgefið IK Sävehof eftir sex ára vist og samið við portúgalska meistaraliðið Sporting. Berlin verður varamaðurinn fyrir Francisco Costa sem er eitt helsta tromp Sporting-liðsins sem hefur unnið meistaratitilinn og bikarkeppnina í Portúgal tvö síðustu ár. 

Þótt synir Talant Dujshebaev kveðji pólska meistaraliðið Indurstria Kielce eftir ár segist Talant sjálfur ekki hafa áform á prjónunum að yfirgefa félagið sem hann hefur unnið hjá í 11 ár. Talant er með samning til næstu tveggja ára og segist hann margt að gera, m.a. að byggja upp nýtt lið og vinna meistaratitilinn í Póllandi sem höfuðandstæðingurinn, Wisla Plock, hefur unnið tvö síðustu ár.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -