- Auglýsing -

Þriðji Framarinn kveður – Gauti fer til Noregs

- Auglýsing -


Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefur samið við norska úrvalsdeildarliðið Sandefjord Håndball. Frá þessu segir í tilkynningu handknattleiksdeildar Fram. Gauti er þriðji leikmaður Íslandsmeistaraliðs Fram sem siglir á vit nýrra ævintýra eftir Íslands- og bikarmeistaratitilinn á síðustu leiktíð.

Hinir eru Reynir Þór Stefánsson sem samið hefur við MT Melsungen og Tryggvi Garðar Jónsson. Tryggvi Garðar leikur með Alpla Hard á næsta keppnistímabili. Þar á ofan liggur Magnús Øder Einarsson undir feldi og veltir fyrir sér nýjum samningi við Fram.


Sandefjord Håndball verður nýliði í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en liðið kom upp úr næst eftir deild í vor eftir nokkurra ára fjarveru.

Þorsteinn Gauti hefur verið lykilmaður í meistaraflokki Fram undanfarin ár og lagt sitt af mörkum innan vallar sem utan. Hann lék í tvö ár með Aftureldingu en mætti til leiks aftur með Fram fyrir fjórum árum.

Síðustu þrjú ár hefur Þorsteinn Gauti átt sæti í finnska landsliðinu.

Hjá Sanderfjord mun Þorsteinn Gauti hitta fyrir Phil Döhler fyrrverandi markvörð FH. Döhler gekk til liðs við Sandefjord í sumar eftir tveggja ára veru hjá HK Karlskrona.

Döhler semur við nýliða norsku úrvalsdeildarinnar

Karlar – helstu félagaskipti 2025

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -