- Auglýsing -

Elín Jóna verður ekki með á HM né næstu leikjum

- Auglýsing -


Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður verður ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Hollandi í lok nóvember og í byrjun desember. Hún tilkynnti á Instagram í dag að hún væri ólétt og að framundan væri að hefjast nýr kafli í lífi hennar og sambýlismannsins Magnus Hyttel.


Um langt árabil hefur Elín Jóna verið annar af tveimur aðalmarkvörðum landsliðsins og leikið alls 70 leiki og skorað þrjú mörk. Hún tók þátt í HM 2023 og EM á síðasta ári.

Elín Jóna hefur leikið í Danmörku um langt árabil og stundað kennaranám samhliða handboltanum síðustu ár. Síðast lék Elín Jóna með Aarhus Håndbold en liðið féll úr úrvalsdeildinni í vor.

Talsverðar breytingar

Ljóst er að nokkrar breytingar verða á kvennalandsliðinu þegar það kemur næst saman frá leikjunum umdeildu við Ísrael í undankeppni HM í apríl. Auk Elínar Jónu hefur Berglind Þorsteinsdóttir tekið sér frí frá handbolta, Rut Arnfjörð Jónsdóttir er hætt með landsliðinu eins og Steinunn Björnsdóttir sem er ekki aðeins hætt í handbolta heldur er hún einnig ólétt. Perla Ruth Albertsdóttir er einnig barnshafandi.

Næsti leikur landsliðsins verður við danska landsliðið ytra 20. september. Upp úr miðjum október hefst undankeppni EM með leikjum við Færeyinga heima og Portúgal á útivelli.

A-landslið kvenna – fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -