Valdir hafa verið keppnishópar 17 ára landslið karla og kvenna sem taka þátt í Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Skopje í Norður Makedóníu frá 20. til 26. júlí. Karlalið í þessum aldursflokki hefur verið reglulega með á hátíðinni sem haldin er annað hvert ár. Hinsvegar er 17 ára landslið kvenna með í fyrsta sinni, alltént um langt skeið. Stúlkurnar unnu sér inn keppnisrétt með framúrskarandi árangri á Opna Evrópumótinu sem fram fór í Gautaborg fyrir ári.
Átta þjóðir reyna með sér í handboltakeppni Ólympíuhátíðarinnar. Piltarnir verða í riðli með Króatíu, Norður Makedóníu og Spáni sem verður fyrsti andstæðingurinn 21. júlí.
Stúlknalið Íslands verður í riðli með Noregi, Sviss og Norður Makedóníu. Fyrsta viðureign verður gegn heimaliðinu mánudaginn 21. júli.
Stúlkurnar fara rakleitt eftir keppnina í Skopje yfir til Podgorica í Svartfjallalandi þar sem Evrópumót 17 ára landsliða hefst 30. júlí. Arna Sif Jónsdóttir, Val, bætist þá í hópinn.
Handbolti – stúlkur:
Agnes Lilja Styrmisdóttir, ÍBV.
Alba Mist Gunnarsdóttir, Valur.
Danijela Sara Björnsdóttir, HK.
Ebba Guðríður Ægisdóttir, Haukar.
Erla Rut Viktorsdóttir, Haukar.
Eva Lind Tyrfingsdóttir, Selfoss.
Eva Steinsen Jónsdóttir, Valur.
Guðrún Ólafía Marinósdóttir, FH.
Hekla Halldórsdóttir, HK.
Klara Káradóttir, ÍBV.
Laufey Helga Óskarsdóttir, Valur.
Roksana Jaros, Haukar.
Tinna Ósk Gunnarsdóttir, HK.
Valgerður Elín Snorradóttir, Víkingur.
Vigdís Arna Hjartardóttir, Stjarnan.
Þjálfari: Díana Guðjónsdóttir.
Sjúkraþjálfari: Eva Aðalsteinsdóttir.
Flokkstjóri: Brynja Ingimarsdóttir.
Handbolti – drengir:
Alex Unnar Hallgrímsson, Fram.
Anton Frans Sigurðsson, ÍBV.
Anton Máni Francisco Heldersson, Valur.
Bjarki Snorrason, Valur.
Freyr Aronsson, Haukar.
Gunnar Róbertsson, Valur.
Kári Steinn Guðmundsson, Valur.
Kristófer Tómas Gíslason, Fram.
Logi Finsson, Valur.
Matthías Dagur Þorsteinsson, Stjarnan.
Ómar Darri Sigurgeirsson, FH.
Örn Kolur Kjartansson, Valur.
Patrekur Smári Arnarsson, ÍR.
Ragnar Hilmarsson, Selfossi.
Sigurmundur Gísli Unnarsson, ÍBV.
Þjálfari: Ásgeir Örn Hallgrímsson.
Þjálfari: Snorri Steinn Guðjónsson.
Þjálfari/flokkstjóri: Andri Sigfússon.
- Ólympíuhátíðin er fyrir evrópsk ungmenni á aldrinum 14-18 ára. Ísland mun eiga 49 keppendur í sex greinum auk handbolta; borðtennis, badminton, götuhjólreiðum, frjálsíþróttum, júdó og áhaldafimleikum.
- Hægt verður að fylgjast með beinu streymi af öllum keppnum á EOCTV.org
- Úrslit og keppnisdagskrá má finna hér: Schedule – Skopje 2025 – Sport Europe