Íslands- og bikarmeistarar Fram komast að því á tíunda tímanum í fyrramálið hverjir verða andstæðingar í 32-liða úrslitum riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik karla næstu leiktíð. Fram verður í öðrum styrkaleikaflokki af fjórum þegar dregið verður. Tuttugu lið hafa frátekin sæti í riðlakeppninni en 24 lið takast á í forkeppni um 12 sæti, þar á meðal Stjarnan sem mætir CS Minaur Baia Mare í lok ágúst og í byrjun september.
Dregið verður í átta fjögurra liða riðla. Liðin úr fyrsta og öðrum styrkleikaflokki verða dregin hiklaust í riðla en liðin úr þriðja flokknum, ABANCA Ademar León (Spánn), Fenix Toulouse (Frakkland), THW Kiel (Þýskaland) og Benfica (Portúgal) verða ekki dregin í riðil með liðum frá sama landi.
Styrkleikaflokkur 1:
Fredericia HK (Danmörk).
Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari, Arnór Viðarsson.
Fraikin BM Granollers (Spánn)
Montpellier Handball (Frakkland)
MT Melsungen (Þýskaland).
Arnar Freyr Arnarsson, Reynir Þór Stefánsson.
SG Flensburg-Handewitt (Þýskaland).
FC Porto (Portúgal).
Þorsteinn Leó Gunnarsson.
Kadetten Schaffhausen (Sviss).
Óðinn Þór Ríkharðsson.
IFK Kristianstad (Svíþjóð).
Einar Bragi Aðalsteinsson.
Styrkleikaflokkur 2:
RK Nexe (Króatía).
FTC-Green Collect (Ungverjaland).
Fram
HC Vardar 1961 (N-Makedónía)
REBUD KPR Ostrovia Ostrów Wielkopolski (Pólland).
AHC Potaissa Turda (Rúmenía).
RD LL Grosist Slovan (Slóvenía).
Tatran Prešov (Slóvakía).
Styrkleikaflokkur 3:
ABANCA Ademar León (Spánn).
Fenix Toulouse (Frakkland).
THW Kiel (Þýskaland).
Benfica (Portúgal).
Stiven Tobar Valencia leikur með Benfica.
Sigurlið: TSV Hannover-Burgdorf (Þýskaland) – HC Alkaloid (N-Makedónía).
-Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari H.Burgorf.
-Úlfar Páll Monsi Þórðarson verður leikmaður Alkaloid.
Sigurlið: SAH – Skanderborg (Danmörk) – Marítimo da Madeira Andebol SAD (Portúgal)
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, leikur með Skanderborg.
Sigurlið: Elverum Håndball (Noregur) – Bathco BM Torrelavega (Spánn)
Tryggvi Þórisson leikur með Elverum.
Sigurlið: Mors-Thy Handball (Danmörk) – Saint-Raphaël Var Handball (Frakkland)
Styrkleikaflokkur 4:
Sigurlið: BSV Bern (Sviss) – MRK Čakovec (Króatía).
Sigurlið: IK Sävehof (Svíþjóð) – HK Malmö (Svíþjóð).
Birgir Steinn Jónsson leikur með IK Sävehof.
Sigurlið: MRK Dugo Selo (Króatía) – MRK Sesvete (Króatía).
Sigurlið: CS Minaur Baia Mare (Rúmenía) – Stjarnan.
Sigurlið: KGHM Chrobry Glogów (Pólland) – HF Karlskrona (Svíþjóð).
Ólafur Andrés Guðmundsson leikur með HF Karlskrona.
Sigurlið: RK Gorenje Velenje (Slóvenía) – HC Kriens-Luzern (Sviss).
Sigurlið: Irudek Bidasoa Irun (Spánn) – ABC de Braga (Portúgal).
Sigurlið: RK Partizan (Serbía) – HCB Karviná (Tékkland).