- Auglýsing -
- Elmar Erlingsson og liðsfélagar í Nordhorn-Lingen mæta Spánarmeisturum Barcelona í fjögurra liða móti í Þýskalandi 16. ágúst. Barcelona leikur einnig gegn Flensburg eða Füchse Berlin á sama móti.
- Þýski hornamaðurinn Timo Kastening segir að dregið hafi mikið úr bjórdrykkju leikmanna eftir leiki í þýska handknattleiknum á síðustu árum. Mikil breyting hafi átt sér stað á meira en áratug síðan hann fór fyrst að leika með liðum í efstu deild. Þá þótti víða sjálfsagt að drekka eitthvað af bjór eftir hvern leik. Ný kynslóð handknattleikmanna sinni íþróttinni af meiri fagmennsku en áður var sem hafi leitt til þess að mikið hafi dregið úr drykkju. Kastening viðurkennir að hann haldi ennþá í þá hefð að stinga úr einum köldum bjór eftir leiki.
- Frakkinn Patrick Cazal hefur tekið við þjálfun svissneska liðsins CS Chênois Genève Handball sem leikur í næst efstu deild. Gazal, sem varð heimsmeistari með Frökkum 1995 á Íslandi og 2001 í Frakklandi, hefur lítið sinnt þjálfun síðan hann hætti með landslið Túnis 2024. Cazal var í 11 ár þjálfari hjá Dunkerque eftir að ferlinum sem leikmaður lauk.
- Íranski landsliðsmarkvörðurinn Said Heidarirad hefur gengið til liðs við Eurofarm Pelister, meistaraliðið í Norður Makedóníu og þátttökulið í Meistaradeild Evrópu. Heidarirad hefur leikið með Dinamo Búkarest og nú síðast með serbnesku meisturunum RK Partizan. Heidarirad á að fylla skarðið sem Króatinn Filip Ivić skildi eftir sig þegar hann samdi við RK Vojvodina.
- Samningurinn á milli Ivić og RK Vojvodina gilti í skamman tíma eins og handbolti.is sagði frá á dögunum. Ivić var sagt upp eftir að hann sótti tónleika með umdeildum tónlistarmanni. Ivić er ennþá án félags.
Rekinn fyrir að sækja tónleika umdeildrar hljómsveitar
Sótti tónleika til að heiðra minningu látins vinar
- RK Vojvodina hefur hinsvegar fyllt skarðið með því að semja við Vyacheslav Saldatsenka landsliðsmarkvörð Belarus.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -