-Auglýsing-

Handknattleikurinn er sannarlega að vaxa

- Auglýsing -


Nokkrum árum eftir að kórónuveiran setti strik í reikninginn í heimi íþrótta eins og annarstaðar virðist sem þýska 1. deildin í handknattleik karla, Handball-Bundesliga (HBL), upplifi sögulega uppsveiflu. En hvernig metur Frank Bohmann, yfirmaður HBL, raunverulega stöðuna?

„Við erum á góðri vaxtarbraut,“ segir Frank Bohmann, framkvæmdastjóri, HBL, við handball-world.

„Samanborið við tímabilið fyrir kórónuveirufaraldurinn (2019/2020) höfum við aukið veltu okkar um meira en 50 prósent. Handknattleikurinn er sannarlega að vaxa.“

Líf í félagaskiptamarkaðnum

Á sama tíma hefur verið líf í félagaskiptamarkaðnum. Samkvæmt fjölmiðlum á SG Flensburg-Handewitt að hafa greitt áður óþekkta upphæð fyrir Marko Grgic frá ThSV Eisenach. THW Kiel og Füchse Berlin eiga samkvæmt fregnum að hafa greitt háar upphæðir fyrir Lukas Laube og Tobias Grøndahl.

Þó að háar félagaskiptaupphæðir virðist vera skýrt merki um efnahagslegar framfarir í deildinni, sér yfirmaður Bundesligunnar ekki tengingar milli greiðslna fyrir leikmenn og að félög deildarinnar standi fjárhagslega mikið betur að vígi. „Það gæti líka verið tilviljun að það sé meira greitt fyrir leikmenn núna en áður,“ segir Frank Bohmann og bendir á að alþjóðlegi félagaskiptamarkaðurinn hafi almennt verið rólegri sé litið framhjá ungverska liðinu One Veszprém.

One Veszprém hefur nýlega keypt stórar stjörnur eins og Ivan Martinovic, Mikael Appelgren, Emil Nielsen og Lukas Jørgensen, og það vekur einnig athygli yfirmanns Bundesligunnar. Hann er ekki einn um það.


Á sama tíma halda stór evrópsk félög eins og PSG, Kielce og Barcelona að sér höndum og virðast hafa minni fjárhag en áður. Aftur á móti standa Bundesligu-liðin sameiginlega sterk. „Flest af okkar liðum standa vel að vígi og eru vel undir tímabilið búin. Á heildina litið höfum höfum við náð okkur vel eftir kórónukreppuna en um leið dregið af henni lærdóm,“ segir Frank Bohmann, yfirmaður HBL.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -