- Auglýsing -

Molakaffi: Tumi, Tryggvi, Hannes, Gérard, Pytlick, Seesing

- Auglýsing -
  • Tumi Steinn Rúnarsson skoraði þrjú mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar Alpla Hard tapaði með sex marka mun, 39:33, fyrir THW Kiel á æfingamóti í handknattleik karla í gær. Tryggvi Garðar Jónsson var einnig í leikmannahópi Alpla Hard og að vanda var Hannes Jón Jónsson við stjórnvölin á hliðarlínunni. 
  • Franski landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi, Vincent Gérard, hefur verið ráðinn markvarðaþjálfari franska meistaraliðsins Metz.
  • Fram til þessa hefur sérstakur markvarðaþjálfari ekki verið hjá Metz sem árum saman hefur verið eitt besta kvennalið Evrópu í handknattleik og margfaldur franskur meistari. Gérard lagði skóna endanlega á hilluna í vor eftir að hafa hlaupið í skarðið hjá Barcelona í nokkrar vikur. 
  • Danski landsliðsmaðurinn Simon Pytlick segir óvíst hvort hann verði með Flensburg í fyrstu leikjum tímabilsins. Pytlick úlnliðsbrotnaði í febrúar í kappleik. Endurhæfing hefur reynst afar vandasöm. 
  • Þýski handknattleiksmaðurinn Aron Seesing fer frá Bergischer HC á næsta sumri og gengur til liðs við Rhein-Neckar Löwen. Seesing er 22 ára gamall og vakti athygli á síðasta keppnistímabili þegar Alfreð Gíslason kallaði hann inn í þýska landsliðið. Leikmenn liða úr 2. deildar eru sjaldan valdir í A-landsliðið. Bergischer HC lék í næst efstu deild á síðasta tímabili en leikur reyndar í efstu deild á komandi leiktíð.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -