- Auglýsing -
Eins og nærri má geta réði sigurgleðin ríkjum í herbúðum íslenska landsliðsins í handknattleik kvenna eftir að sigur vannst á Rúmeníu, 32:26, á Evrópumóti 17 ára landsliða í Verde Complex-íþróttahöllinni í Podgorica í Svartfjallalandi í kvöld.
Hér eru myndskeið sem lýsa stemningunni í leikslok meðal leikmanna og stuðningsmanna liðsins sem staðið hafa þétt að baki frá fyrsta leik, í gegnum súrt og sætt.
Auðvitað smá víkingaklapp.
Næsti leikur íslenska liðsins verður gegn Austurríki klukkan 17.30 á morgun.
- Auglýsing -