- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hefur unnið sér sæti í aðalliði Göppingen

Embla Jónsdóttir, leikmaður Göppingen í Þýskalandi. Mynd/Göppingen
- Auglýsing -

FH-ingurinn Embla Jónsdóttir hefur verið kölluð inn í aðalliðið hjá Göppingen fyrir komandi keppnistímabil. Embla lék með liði tvö hjá félaginu á síðustu leiktíð í 3. deild. Frá þessu var greint í dag.


Embla leikur í vinstra horni og er kölluð inn í liðið eftir að tveir leikmenn heltust úr lestinni eftir því sem fram kemur á heimasíðu Göppingen. Þótti þá rétt að færa Emblu upp og í aðalliðið enda hafi hún unnið til þess með góðri frammistöðu á æfingum liðsins í sumar, eftir því sem haft er eftir framkvæmdastjóra Göppingen á Facebook-síðu félagsins. Embla lék sem miðjumaður hjá FH áður en hún fór til Þýskalands sumarið 2020.


Göppingen leikur í 2. deild, þeirri næst efstu og er eitt af rótgrónari handknattleiksliðum Þýskalands. Fyrsti leikur liðsins verður gegn Vfl Waiblingen á heimavelli á laugardaginn.


Embla, sem leikið hefur með yngri landsliðum Íslands, er sambýliskona Janusar Daða Smárasonar landsliðsmanns og leikmanns karlaliðs Göppingen.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -