- Auglýsing -

HM19-’25: Eina færa leiðin í 8-liða úrslit er sigur

- Auglýsing -


Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri mætir spænska landsliðinu í síðari viðureign liðanna í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik karla í Kaíró í dag. Flautað verður til leiks klukkan 14.15. Eftir tap fyrir Serbum í gær á íslenska liðið eina örugga leið í 8-liða úrslit. Hún er að vinna viðureignina við Spánverja.

  • Vinni íslenska liði það spænska, þó ekki væri nema með einu marki, og Serbar vinna Sádi Araba síðdegis enda Ísland, Spánn og Serbía með 2 stig hvert í innbyrðisleikjum. Þá ræður markatala í innbyrðisleikjum liðanna þriggja hvaða tvö lið fara í átta liða úrslit. Úrslit leikja gegn Sádi Aröbum strikast út. Serbar standa afar höllum fæti eftir 18 marka tap fyrir Spáni, 42:24.
  • Ef íslenska liðið gerir jafntefli við Spán þá er veik von um að komast áfram. Til þess þurfa Sádi Arabar að vinna Serba. Sú niðurstaða verður að teljast ólíkleg í ljósi fyrri leikja Sádi Araba á mótinu.
  • Viðureign Serbíu og Sádi Araba hefst klukkan 16.30 þegar leik Íslands og Spánar verður lokið.
  • Komist íslenska liðið áfram í 8-liða úrslit mætir það liðinu sem verður í öðru sæti í milliriðli fjögur á fimmtudaginn. Fyrir leiki dagsins sitja Egyptar í öðru sæti milliriðls fjögur. Sigurliðið kemst í undanúrslit. Tapliðið leikur um sæti fimm til átta.
  • Komist íslenska liðið ekki áfram í átta liða úrslit leikur liðið í krossspili um sæti 9 til 12 á fimmtudaginn við andstæðing sem hafnar í þriðja sæti í milliriðli fjögur. Sem stendur er Tékkland í þriðja sæti fjórða milliriðils. Sigurliðið leikur um 9. sætið á föstudag, tapliðið um 11. sæti, sama dag.

Leikur Íslands og Spánar hefst klukkan 14.15 og verður hægt að fylgjast leiknum í streymi á handbolti.is og einnig í textalýsingu.

HM19-’25: Milliriðlar, dagskrá, úrslit, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -