Ísland er komið í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í handknattleik karla, 19 ára og yngri, eftir ævintýralegan sigur á Spáni, 32:31, í milliriðlakeppninni í Kaíró í dag. Ágúst Guðmundsson tryggði sigurinn með marki á síðustu sekúndu leiksins.
Íslenska liðið var með frumkvæðið í leiknum nánast frá upphafi til enda. Spánverjar gáfu ekkert eftir en það gerðu íslensku piltarnir ekki heldur. Spánn komst marki yfir rétt fyrir leikslok en á ævintýralegan hátt tókst íslenska liðinu að halda sjó og yfirvegun og tryggja sér sigur.
Engu máli skiptir hvernig viðureign Serba og Sádi Araba fer á eftir. Ísland og Spánn færast áfram í átta liða úrslitum en Serbar sitja eftir með sárt ennið.
Frábær frammistaða hjá íslenska landsliðinu sem sýndi allar sínar bestu hliðar undir mikilli pressu.
Ævintýralegur lokakafli – Myndskeið:




Mörk Íslands: Ágúst Guðmundsson 9, Andri Erlingsson 5, Jens Bragi Bergþórsson 4, Elís Þór Aðalsteinsson 3, Garðar Ingi Sindrason 3, Stefán Magni Hjartarson 3, Bessi Teitsson 2, Dagur Árni Heimisson 2, Daníel Montoro 1.
Varin skot: Jens Sigurðarson 5, 17% – Sigurjón Bragi Atlason 4, 44%.
Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.