- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Var æðisleg tilfinning“

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður Magdeburg. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -

„Þetta var æðisleg tilfinning,“ sagði handknattleiksmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson við handbolta.is í morgun um það hvernig honum leið að mæta á ný út á handknattleiksvöllinn í gærkvöld. Gísli Þorgeir hefur verið frá keppni síðan síðla í mars þegar hann fór út axlarlið í leik með SC Magdeburg í þýsku 1. deildinni.


Eins og handbolti.is greindi frá árla morguns þá lék Gísli Þorgeir með SC Magdeburg á heimavelli í gærkvöld æfingaleik við HC Erlangen að viðstöddum þúsundum stuðningsmanna liðsins. Hylltu þeir Hafnfirðinginn unga þegar hann steig út á leikvöllinn á 18. mínútu enda er óvíða traustari stuðningsmenn að finna meðal handknattleiksliða í Þýskalandi en í Magdeburg. Félagið jafnt sem stuðningsmenn hafa staðið sem einn maður á bak við Gísli Þorgeir undanfarna mánuði.


Að baki er löng og ströng endurhæfing eftir aðgerð á öxlinni, því miður ekki sú fyrsta sem hann hefur gengist undir á fárra ára ferli sem handknattleiksmaður.


„Ég býst ekki við öðru en að verða tilbúinn í fyrsta leik í deildinni,“ sagði Gísli Þorgeir skiljanlega glaður í bragði. Hann hlakkar til fyrsta leiksins í deildinni sem verður á heimavelli á fimmtudagskvöldið gegn Stuttgart.

Þrír íslenskir handknattleiksmenn verða í eldlínunni í leiknum. Auk Gísla Þorgeirs verður það samherji hans Ómar Ingi Magnússon og Viggó Kristjánsson og Andri Már Rúnarsson. Tveir hinir síðarnefndu eru leikmenn Stuttgart.


SC Magdeburg hefur afar sterkt lið um þessar mundir og hefur alla burði til að velgja stórliðunum, THW Kiel og Flensburg, hressilega undir uggum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -