Íslenska landsliðið mætir Dönum í átta liða úrslitum heimsmeistaramóts 19 ára landsliða karla í handknattleik á fimmtudaginn. Flautað verður til leiks klukkan 14. Sigurliðið tekur sæti í undanúrslitum á föstudaginn en tapliðið leikur sama dag í krossspili um sæti fimm til átta. Þetta var niðurstaðan eftir frækin sigur íslenska liðsins á Spánverjum í lokaumferð milliriðlakeppninnar í dag.
Danir unnu milliriðil fjögur á mótinu með fimm stigum af sex mögulegum en íslenska liðið varð í öðru sæti í millriðli tvö.
Leikir átta liða úrslita fimmtudaginn 14. ágúst:
Danmörk – Ísland, kl. 14.
Svíþjóð – Noregur, kl. 14.
Þýskalandi – Ungverjaland, kl. 16.30.
Spánn – Egyptaland, kl. 16.30.
Krossspil um sæti 9 til 12:
Serbía – Tékkland.
Sviss – Frakkland.
Krossspil um sæti 13 til 16:
Austurríki – Slóvenía.
Sádi Arabía – Japan.