- Auglýsing -
Nökkvi Snær Óðinsson hefur framlengt samning sinn við ÍBV handbolta. Hann er einn af uppöldum leikmönnum ÍBV og hefur verið einn hlekkur hópsins undanfarin ár. Hann skoraði 23 mörk í 20 leikjum í Olísdeildinni á síðasta keppnistímabili.
„Nökkvi er þekktur fyrir mikinn hraða, orku og baráttu á vellinum – eiginleiki sem hefur gert hann að mikilvægu tannhjóli í liðinu okkar.
Með áframhaldandi vinnusemi og þróun erum við spennt að sjá hann taka enn stærra hlutverk á næstu leiktíð og halda áfram að gleðja stuðningsmenn með kraftmikilli frammistöðu,“ segir í tilkynningu ÍBV.
- Auglýsing -