KA átti víst ekki í teljandi vandræðum með Þór í fyrri viðureign liðanna í KG Sendibílamótinu í handknattleik karla í KA-heimilinu í kvöld. Akureyri.net greinir frá að leikurinn hafi endað með sex marka sigri KA manna, 29:23. Þeir voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 17:10.
KA/Þór og ÍBV unnu leikina í fyrstu umferð
Liðin leiða aftur saman kappa sína á laugardaginn kl. 14.30 en þau eru einu þátttökuliðin í karlahluta mótsins.
Mörk KA: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 10, Giorgi Dikhaminjia 8, Patrekur Stefánssom 4, Jóhann Geir Sævarsson 2, Daníel Matthíasson 1, Einar Birgir Stefánsson 1, Maggi Dagur Jónatansson 1, Morten Boe Linder 1, Logi Gautason 1.
Mörk Þórs: Brynjar Hólm Grétarsson 7, Oddur Gretarsson 7, Hákon Halldórsson 3, Aron Hólm Kristjánsson 3, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Sigurður Ringsted Sigurðsson 1, Jón Óli 1.
Fjögur kvennalið leika í mótinu, KA/Þór, Grótta, Stjarnan og ÍBV, eins og handbolti.is sagði frá fyrr í vikunni.