- Auglýsing -

Brynjar Vignir ristarbrotnaði – úr leik í nokkrar vikur

- Auglýsing -


Brynjar Vignir Sigurjónsson nýr markvörður HK ristarbrotnaði í æfingaleik HK og Stjörnunnar á fimmtudagskvöld. Brynjar Vignir staðfesti ótíðindin við handbolta.is í dag. Ljóst er að hann verður frá keppni á fyrstu vikum nýs tímabils en aðeins eru þrjár vikur þangað til flautað verður til leiks í Olísdeild karla.

Brynjar Vignir gekk til liðs við HK í sumar frá uppeldisfélagi sínu Aftureldingu.

Heyrði bara smell

„Ég brotnaði í æfingarleik gegn Stjörnunni eftir að hafa stígið illa í hægri löppina og heyrði bara smell,“ segir Brynjar Vignir við handbolta.is. Um er að ræða svokallað Jones-brot þegar risitn brotnar rétt aftan við litlu tá (fimmta metatarsalbein á fæti).

„Ég verð frá í einhvern tíma,“ bætir Brynjar Vignir. Hann hefur verið í sambandi við Örnólf Valdimarsson bæklunarlækni varðandi næstu skref og meðferð við brotinu. Brynjar Vignir segir framhaldið vera í höndum Örnólfs.

Á slæmum tíma

„Þetta gerist á mjög leiðinlegum tímapunkti fyrir mig þar sem ég er kominn í nýtt lið og að koma mér inní hlutina en ég kem sterkari til baka úr þessu,“ segir Brynjar Vignir Sigurjónsson ákveðinn.


Olisdeild karla – fréttasíða

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -