- Auglýsing -

Elmar og félagar velgdu Barcelona undir uggum

- Auglýsing -


Elmar Erlingsson og samherjar í þýska liðinu HSG Nordhorn-Lingen náðu að velgja Viktori Gísla Hallgrímssyni og nýjum liðsfélögum í Barcelona undir uggum í gær á hinu árlega handknattleiksmóti, Premium Cup, sem Nordhorn stendur fyrir. Eftir að hafa lent í kröppum dansi náði stórliðið frá Katalóníu að vinna með eins marks mun, 32:31.


Barcelona leikur til úrslita við þýska meistaraliðið Füchse Berlin í dag. Elmar og félagar mæta Flensburg.

Elmar skoraði tvö mörk í þremur skotum en hann lék fyrri hálfleikinn í viðureigninni við Barcelona.

Fyrsti leikur Viktors Gísla

Viktor Gísli varði mark Barcelona í síðari hálfleik og því áttust þeir landarnir aldrei við á leikvellinum. Eftir því sem næst verður komist var leikurinn í Lingen í gær sá fyrsti hjá Viktori Gísla fyrir Barcelona eftir að hann kom til Katalóníuliðsins í sumar.

Mikill stemning var á leiknum í Emsland-Arena í Lingen. Liðlega 2.600 áhorfendur létu vel til sín heyra.

Fücshe Berlin lagði Flensburg naumlega í hinni viðureign gærdagsins, 40:39.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -