- Auglýsing -

Herrem stefnir á að vera með Sola í fyrsta leik

- Auglýsing -


Norska handknattleikskonan Camilla Herrem stefnir á að taka þátt í fyrsta leik Sola í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik 31. ágúst. Tveir mánuðir eru síðan Herrem hóf lyfjameðferð vegna brjóstakrabbameins. Síðasta stóra lyfjagjöfin að sinni verður 26. ágúst. Fimm dögum síðar stefnir Herrem á að vera í leikmannahópi Sola þegar flautað verður til leiks í Noregi.

Lét sig ekki dreyma

„Ég hefði aldrei trúað því að ég myndi tala um að vera tilbúin fyrir upphaf deildarinnar. Ekki í mínum villtustu draumum fyrir tveimur mánuðum dreymdi mig um það,“ segir Herrem í viðtali við TV2 í Noregi. Líkami hennar hefur svarað lyfjagjöfinni afar vel til þessa og bjartsýni ríkir hjá Herrem og fjölskyldu.

Herrem hefur æft eftir bestu getu samhliða lyfjameðferðinni og býr auk þess að því að hafa verið í frábæru formi. Hún segir að vel hafi gengið við æfingar. M.a. fór Herrem með Sola-liðinu í æfingaferð til Danmerkur á milli lyfjameðferða. Hinsvegar á eftir að koma í ljós hvernig líkami hennar bregst við þegar hún fer að reyna á sig í leikjum.

Einn dagur í einu

Eins og gefur að skilja reiknar Herrem með að fara varlega í sakirnar á leikvellinum og gæta þess að ætla sér ekki um of.

„Ég tek bara einn dag fyrir einu,“ segir Herrem sem segir íþróttirnar og félagsskapinn skipta miklu fyrir sig í verkefninu sem hún fæst við.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -