Eitt elsta og virtasta æfingamót Íslands, Ragnarsmótið í handbolta, hefst í Set-höllinni á Selfoss í kvöld. Að þessu sinni taka fjögur lið þátt í karlaflokki og einnig í kvennaflokki. Mótin fara fram samhliða. Karlarnir hefja leik í kvöld en konurnar annað kvöld.
Fyrri leikur kvöldsins hefst klukkan og verður á milli ÍBV og HK. Flautað verður til leiks í síðari viðureigninni 20.15. Þá eigast við Selfoss og Víkingur.
Allir leikir Ragnarsmótsins verða sendir út á Handboltapassanum.
Leikjadagskrá, karlaflokkur:
Mánudagur 18. ágúst:
ÍBV – HK, kl. 18.
Selfoss – Víkingur, kl. 20.15.
Miðvikudagur 20. ágúst:
ÍBV – Víkingur, kl. 18.
Selfoss – HK, kl. 20.15.
Föstudagur 22. ágúst:
HK – Víkingur, kl. 18.
Laugardagur 23. ágúst:
Selfoss – ÍBV, kl. 13.
Leikjadagskrá, kvennaflokkur:
Þriðjudagur 19. ágúst:
Víkingur – ÍBV, kl.18.
Selfoss – Afturelding, kl.20.15.
Fimmtudagur 21. ágúst:
ÍBV – Afturelding, kl. 18.
Selfoss – Víkingur, kl. 20.15.
Föstudagur 22. ágúst:
Víkingur – Afturelding, 20.15.
Laugardagur 23. ágúst:
Selfoss – ÍBV, kl. 15.