ÍBV vann Víking, 26:23, í annarri umferð Ragnarsmótsins í handknattleik karla í Sethöllinni á Selfossi í kvöld. Eyjamenn voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 15:10. ÍBV hefur þar með þrjú stig eftir tvo leiki en Víkingur tvö. ÍBV mætir liði Selfoss á laugardaginn í þriðju og síðustu umferð. Víkingur leikur gegn HK á föstudagskvöld.
Eyjamenn voru með yfirhöndina frá upphafi til enda viðureignarinnar í Sethöllinni í kvöld. Víkingar lögðu allt í sölurnar á síðustu mínútum og tókst að minnka muninn úr fimm mörkum í þrjú. Nær komust þeir ekki.
Mörk ÍBV: Dagur Arnarsson 5, Sigtryggur Daði Rúnarsson 4, Anton Frans Sigurðsson 3, Daníel Þór Ingason 3, Ívar Bessi Viðarsson 3, Hinrik Hugi Heiðarsson 2, Jakob Ingi Stefánsson 2, Nökkvi Snær Óðinsson 2, Bogi Guðjónsson 1, Egill Oddgeir Stefánsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 5, Sigurmundur Gísli Unnarsson 3.
Mörk Víkings: Kristján Helgi Tómasson 5, Sigurður Páll Matthíasson 4, Ísak Óli Eggertsson 3, Ásgeir Snær Vignisson 2, Halldór Ingi Óskarsson 2, Þorfinnur Máni Björnsson 2, Arnar Már Ásmundsson 1, Felix Már Kjartansson 1, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 1, Rytis Kazakevicius 1, Stefán Scheving Th. Guðmundsson 1.
Varin skot: Daði Bergmann Gunnarsson 7, Hilmar Már Ingason 3.
Úrslit 1. umferðar Ragnarsmóts karla (mánudagur):
HK – ÍBV 25:25.
Selfoss – Víkingur 28:38.
Tveir síðustu leikir mótsins:
Föstudagur 22. ágúst:
HK – Víkingur, kl. 18.
Laugardagur 23. ágúst:
Selfoss – ÍBV, kl. 13.