HK lagði Selfoss í jöfnum og skemmtilegum leik, 34:33, í síðari viðureign annarrar umferðar Ragnarsmótsins á Selfossi í kvöld. HK-ingar voru marki yfir í hálfleik, 16:15. Leikmenn Selfoss voru mun sprækari í viðureigninni í kvöld en á mánudagskvöldið þegar þeir steinlágu fyrir Víkingi með 10 marka mun.
HK hefur þar með þrjú stig eftir tvo leiki á mótinu eins og ÍBV sem lagði Víking í fyrri leik kvöldsins á mótinu, 26:23.
HK og Víkingur mætast á föstudagskvöld í Sethöllinni.
Í spennandi leik var HK með frumkvæðið lengst af. Leikmenn Selfoss voru kappfullir og voru ákveðnir á lokapsprettinum. Hákon Garri Gestsson minnkaði muninn fyrir Selfoss í eitt mark, 32:33, þegar innan við mínúta var til leikloka. Haukur Ingi Hauksson tryggði HK sigurinn þegar 13 sekúndur voru til leiksloka, 34:32. Nafni hans í Selfossliðinu, Haukur Páll Hallgrímsson, minnkað muninn á ný í eitt mark rétt áður en leiktíminn var úti.
Mörk Selfoss: Haukur Páll Hallgrímsson 6, Hannes Höskuldsson 5, Hákon Garri Gestsson 4, Aron Leo Guðmundsson 3, Sölvi Svavarsson 3, Valdimar Örn Ingvarsson 3, Alvaro Mallols Fernandez 2, Gunnar Kári Bragason 2, Jason Dagur Þórisson 2, Jónas Karl Gunnlaugsson 2, Dagur Rafn Gíslason 1.
Varin skot: Egill Eyvindur Þorsteinsson 3, Ísak Kristinn Jónsson 2.
Mörk HK: Sigurður Jefferson Guarino 8, Örn Alexandersson 7, Haukur Ingi Hauksson 6, Leó Snær Pétursson 6, Kristján Pétur Barðason 3, Styrmir Hugi Sigurðarson 2, Bjarki Freyr Sindrason 1, Tómas Sigurðarson 1.
Varin skot: Rökkvi Pacheco Steinunnarson 4, Róbert Örn Karlsson 3.
Úrslit 1. umferðar Ragnarsmóts karla (mánudagur):
HK – ÍBV 25:25.
Selfoss – Víkingur 28:38.
Úrslit 2. umferðar Ragnarsmóts karla (miðvikudagur):
ÍBV – Víkingur 26:23
Selfoss – HK 33:34.
Tveir síðustu leikir mótsins:
Föstudagur 22. ágúst:
HK – Víkingur, kl. 18.
Laugardagur 23. ágúst:
Selfoss – ÍBV, kl. 13.