ÍBV vann stórsigur á Aftureldingu í annarri umferð Ragnarsmótsins í handknattleik kvenna í Sethöllinni á Selfossi í kvöld, 26:15. Staðan var 10:8 að loknum fyrri hálfleik.
ÍBV hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu mjög örugglega. Afturelding er með tvö töp á bakinu og mætir Víkingi í síðustu umferð á föstudag. ÍBV leikur við Selfoss á laugardaginn.
Afturelding skoraði aðeins tvö mörk á fyrstu 20 mínútum, þar af eitt mark á 17 fyrstu mínútunum. Staðan var 23:10 þegar 10 mínútur voru til leiksloka. Vægast sagt ójöfn viðureign.
Mörk ÍBV: Ásta Björt Júlíusdóttir 12, Birna Dís Sigurðardóttir 4, Lilja Kristín Svansdóttir 2, Britney Emilie Florianne Cots 2, Birna Dögg Egilsdóttir 2, Ásdís Halla Hjarðar 2, Klara Káradóttir 1, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 1.
Varin skot: Amalie Frøland 11, Tara Sól Úranusdóttir 3.
Mörk Aftureldingar: Anna Katrín Bjarkadóttir 4, Katrín Erla Kjartansdóttir 4, Karen Hrund Logadóttir 2, Katrín Hallgrímsdóttir 2, Arna Sól Orradóttir 1, Drífa Garðarsdóttir 1, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 1.
Varin skot: Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir 11, Sigurdís Sjöfn Freysdóttir 2.
Klukkan 20.15 hefst viðureign Selfoss og Víkings á Ragnarsmóti kvenna í Sethöllinni.