Ýmir Örn Gíslason landsliðsmaður í handknattleik hefur framlengt samning sinn við þýska 1. deildarliðið Frish Auf! Göppingen sem gildir til ársins 2028. Félag segir frá þessum gleðilegu tíðindum í kvöld. Ýmir Örn, sem er fyrirliði Göppingen, kom til félagsins sumarið 2024 eftir nærri fjögurra ára veru hjá Rhein-Neckar Löwen.
Ýmir Örn er kjölfesta varnarleiks Göppingen-liðsins auk þess sem honum hefur verið að vaxa ásmegin sem línumaður á ný eftir að hann kom til félagsins.
Ýmir Örn er 27 ára gamall og hefur átt fast sæti í íslenska landsliðinu undanfarin fimm ár. Alls á hann 105 landsleiki að baki. Áður en Ýmir Örn fór til Þýskalands fyrir rúmum fimm árum lék hann með Val upp alla yngri flokka og upp í meistaraflokk.
Fyrsta stórmót Ýmis Arnar með A-landsliðinu var EM 2018 sem haldið var í Króatíu.
Göppingen er bær í Baden-Württemberg í suður Þýskalandi, rétt austan við Stuttgart.