- Auglýsing -

Hamborgarar hafa stokkað upp spilin

- Auglýsing -


Þýska handknattleikliðið HSV Hamburg hefur átt í mestu vandræðum með að fá keppnisleyfi síðustu tvö ár vegna fjárhagserfiðleika. Til þess að bregðast við vandanum hafa forráðamenn félagsins sett aukin kraft í markaðsstarf og öflun nýrra tekna auk nokkurs sparnaðar sem e.t.v. mun koma niður á árangri liðsins til skemmri tíma. Breytingar miða að því að treysta félagið til lengri tíma. Handbolti hefur lengi átt erfitt uppdráttar í stærri borgum Þýskalands þar sem aðrar íþróttir eins og fótbolti og körfubolti hafa sterkar rætur.

Stöðugur fjárhagur

HSV Hamburg fer inn í nýtt keppnistímabil með skýrt markmið; stöðugur fjárhagur er mikilvægari en úrslit einstakra leikja. Félagið hefur síðustu tvö ár aðeins fengið leyfi sitt á síðustu stundu eftir talsvert þref. Síðast í vor kom efnaður einstaklingur með 2 milljónir evra, um 280 milljónir kr., inn í félagið til greiða niður skuldir og tryggja félaginu keppnisleyfi.

Félagið hefur samstarf við devonSport til að tryggja nýjar tekjur á sem flestum sviðum. Einn þáttur samstarfsins er að HSV Hamburg er að leika fleiri heimaleiki í hinni stóru keppnishöll í Hamborg, Barclays Arena. Það á að tryggja meiri tekjur af sölu aðgöngumiða og varningi tengdan félaginu auk meiri athygli.

Fáar en markvissar breytingar

Íþróttalega er HSV Hamburg einnig í enduruppbyggingu án þess að reisa sér hurðarás um öxl. Jacob Lassen yfirgaf félagið í sumar, en nýir lykilmenn eins og danski markahæsti leikmaðurinn Nicolaj Jørgensen og leikstjórnandinn Elias Kofler eiga að styrkja sóknarleiknum. Í vörninni kemur íslenski landsliðsmaðurinn Einar Þorsteinn Ólafsson inn í lykilhlutverk. Á sama tíma eru vonir bundnar við að ungir hæfileikaríkir leikmenn eins og Moritz Sauter og Kaj Geenen taki skref fram á við.

Vonir eru bundnar við að jafnt og þétt muni ný stefna félagsins, utan vallar verða til þess að árangur á báðum vígstöðvum batni skref af skrefi.

Torsten Jansen, fyrrverandi landsliðsmaður, hefur þjálfað liðið í gegnum súrt og sætt frá 2017.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -