Hinn árlegi kynningarfundur Olís- og Grill 66-deilda kvenna og karla fyrir komandi keppnistímabil verður haldinn í Valsheimilinu að Hlíðarenda laugardaginn 30. ágúst kl. 13.
Á fundinum, sem er fyrir leikmenn, þjálara og forsvarsmenn liða í deildunum og fjölmiðla, verður hefðbundin spá þjálfara og fyrirliða birt. Einnig verður vakin athygli á handboltapassanum og handboltaheiminum til viðbótar við nýja ásýnd HSÍ, eins og segir í tilkynningu.
Leikir 1. umferðar Olísdeildar karla:
Miðvikudagur 3. sept.: Stjarnan – Valur, kl. 19.30.
Fimmtudagur 4. sept.: FH – Fram, kl. 19.
Fimmtudagur 4. sept.: Haukar – Afturelding, kl. 19.30.
Föstudagur 5. sept.: ÍBV – HK, kl. 18.30.
Föstudagur 5. sept.: Þór – ÍR, kl. 19.
Laugardagur 6. sept.: Selfoss – KA, kl. 16.
Leikir 1. umferðar Olísdeildar kvenna:
Laugardagur 6. sept.: Selfoss – Valur, kl. 13.30.
Laugardagur 6. sept.: Haukar – ÍR, kl. 14.
Laugardagur 6. sept.: ÍBV – Fram, kl. 15.
Sunnudagur 7. sept.: KA/Þór – Stjarnan, kl. 15.30.
Grill 66-deild karla – fyrstu leikir.
Grill 66-deild kvenna – fyrstu leikir.