- Auglýsing -
Dagbjört Ýr Ólafsdóttir Hansen hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild ÍR til ársins 2027. Dagbjört, sem er uppalin ÍR-ingur, lék með ÍBV undanfarin tvö tímabil. Þar áður var hún hluti af ÍR liðinu sem tryggði sér sæti í Olísdeildinni vorið 2023.
Hún leikur í stöðu vinstri hornamanns og skoraði 34 mörk í 21 leik fyrir ÍBV á nýafstöðnu tímabili.
„Við ÍR-ingar erum glaðir að endurheimta Dagbjörtu og hlökkum til að sjá hana láta til sín taka aftur á heimaslóðum!,“ segir í tilkynningu ÍR.
Fyrsti leikur ÍR í Olísdeildinni verður laugardaginn 6. september gegn Haukum á Ásvöllum.
Konur – helstu félagaskipti 2025
- Auglýsing -