- Auglýsing -

Alfreð hafnaði að ræða við forráðamenn Barcelona

- Auglýsing -


Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla segist hafa hafnað ýmsum tilboðum um þjálfun á ferlinum. M.a. afþakkaði hann að ræða við stjórnendur Barcelona á sínum tíma þegar hann var þjálfari SC Magdeburg á fyrstu árum aldarinnar. Forráðamenn Barcelona leituðu þá að arftaka Valero Rivera.


„Á þessum tíma hafði ég fengið nokkra unga leikmenn inn í lið Magdeburg. Ég gat ekki snúið baki við þeim. Ég er þannig gerður auk þess sem mig langaði að halda áfram að byggja upp hjá Magdeburg á þessum árum,“ segir Alfreð í viðtali við Sport Bild og Handball-World vitnar til.

„Kannski hefði ég átt að ræða við Barcelona. Þá hefði ég hinsvegar aldrei orðið þjálfari THW Kiel,“ segir Alfreð en hjá Kiel frá 2008 til 2019 byggði hann upp sterkasta lið Evrópu sem varð sex sinnum þýskur meistari, bikarmeistari í sex skipti og Evrópumeistari í tvígang svo aðeins sé stiklað á stóru á 11 ára frábærum ferli hjá félaginu. Eitt árið vann THW Kiel alla leiki sína í þýsku 1. deildinni, afrek sem seint verður leikið eftir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -