Uppselt er á kveðjuleik handknattleiksmannsins Arons Pálmarssonar sem fram fer í Kaplakrika í kvöld. FH tilkynnti þetta fyrr í dag.
Uppeldisfélag Arons, FH, mætir ungverska meistaraliðinu One Veszprém sem var síðasta félagsliðið sem Aron lék með á ferlinum sem lauk í byrjun sumars. Leikurinn hefst klukkan 18.30.
Þau sem ekki verða í Kaplakrika í Kaplakrika í kvöld geta fylgst með leiknum í sjónvarpi Símans. Útsending hefst klukkan 17.55 og stendur yfir til klukkan 20.10, eftir því fram kemur hjá Símanum. Hörður Magnússon sagði frá því á Facebook í gær að hann lýsti því sem fyrir augu bæri í Kaplakrika í útsendingu Símans.
Til stendur að Hörður verði allt í öllu í kringum handboltann á Símanum og á Handboltapassnum á komandi leiktíð, eftir því sem næst verður komist.

Auðvitað vil ég vinna síðasta leikinn minn
Aron á það skilið að Krikinn verði fullur á föstudaginn
Ætlum að eiga góða kvöldstund með Aroni og okkar fólki